Þegar verið er að sjóða niður vörur er mikilvægt að sjóða ekki of lengi, það rýrir gæði vörunnar. Oft fer niðursuða fam í rekkum sem síðar eru keyrðir í kælingu áður en pökkun getur hafist. Mikilvægt er að hitinn fari upp í áhveðið hitastig, haldist þar í fáeinar mínútur,  svo er kælt niður í 4 gráður eins hratt og hægt er. Til að fylgjast með þessari hitasögu getur verið gott að hafa hitamæli á rekkanum sem vörurnar eru á, en ekki bara í sjóðaranum. Þannig fæst öll hitasagan bæði í upphitun og kæling.  Þetta gerir miklar kröfur til hitamælisins þar sem bæði er um mikla vætu og miklar hitasveiflur að ræða. Pi verkfræðiþjónustu hefur tekist að aðlaga mæla PiGuard 2000 kerfisins þannig að þetta sé hægt. Með þeim hefur niðursuðuverksmiðju tekist að auka gæði vöru sinnar og stytt tíma að pökkun.

Tags :

Dæmi um greiningu bilunar með hjálp hitamælingar.

Á myndinni hér fyrir neðan er sýndur hiti fyrir heilan mánuð í eldhúsi fyrirtækis. Glögglega má sjá virkni alla daga vikunar og hlé um helgar.

undarleg hegðun frystis

undarleg hegðun frystis (blái ferill)

Frystirinn er að haga sér undarlega og sést að hann á í erfiðleikum með að halda sér köldum. Frávikið er þess eðlis að ef ef hitinn er mældur handvirkt á handahófskendum tíma einu sinni á dag þá gæti það farið fram hjá mönnum. Með sjálfvirkum og örari mælingum sést hinsvegar skýrt að eitthvað er í ólagi. Í þessu tilviki vantaði vökva á frystinn og hann lagaðist strax og búið var að bæta á hann.

Sjá nánar um hitavöktunarkerfið PiGuard 2000.

Tags :

PiGuard 2000 hitamælarnir eru búnir að fá nýja heimasíðu 🙂

Download Now
Tags :