Þegar verið er að sjóða niður vörur er mikilvægt að sjóða ekki of lengi, það rýrir gæði vörunnar. Oft fer niðursuða fam í rekkum sem síðar eru keyrðir í kælingu áður en pökkun getur hafist. Mikilvægt er að hitinn fari upp í áhveðið hitastig, haldist þar í fáeinar mínútur, svo er kælt niður í 4 gráður eins hratt og hægt er. Til að fylgjast með þessari hitasögu getur verið gott að hafa hitamæli á rekkanum sem vörurnar eru á, en ekki bara í sjóðaranum. Þannig fæst öll hitasagan bæði í upphitun og kæling. Þetta gerir miklar kröfur til hitamælisins þar sem bæði er um mikla vætu og miklar hitasveiflur að ræða. Pi verkfræðiþjónustu hefur tekist að aðlaga mæla PiGuard 2000 kerfisins þannig að þetta sé hægt. Með þeim hefur niðursuðuverksmiðju tekist að auka gæði vöru sinnar og stytt tíma að pökkun.